Óvæntir endurfundir

Móðirin sagðist milli hríða kannast við sjúkraflutningamanninn og kom þá …
Móðirin sagðist milli hríða kannast við sjúkraflutningamanninn og kom þá í ljós að hann hafði einnig aðstoðað hana við fæðingu árið 2017. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Sjúkraflutningamaður var kallaður út í heimafæðingu um síðustu helgi en þegar þangað var komið áttaði móðirin sig á því að sami maður hafði aðstoðað hana við heimafæðingu fjórum árum áður.

„Já, hverjar eru líkurnar á að það gerist?“ er spurt á Facebook-síðu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem greint er frá þessum skemmtilegu endurfundum.

Móðirin sagðist milli hríða kannast við sjúkraflutningamanninn og kom þá í ljós að hann hafði einnig aðstoðað hana við fæðingu árið 2017. Fæðingin gekk vel og öllum heilsast vel.

mbl.is