Smáskjálftar algengir

Sýnilegt hraunrennsli er hætt en þó sést glóð.
Sýnilegt hraunrennsli er hætt en þó sést glóð. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga er að færast í eðlilegt horf, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Undanfarið hafa flekaskilin sem liggja eftir skaganum endilöngum teiknast greinilega upp á jarðskjálftakortum.

„Venjulega eru smáskjálftar víða á Reykjanesskaga. Það er áberandi gat í skjálftavirkninni sem tengist Brennisteinsfjöllum og Bláfjöllum. Því fylgir opin viðvörun um stóran skjálfta en það er orðið nokkuð langt síðan þar losnaði síðast um spennu á flekaskilunum,“ sagði Páll.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við HÍ, segir að fyrir síðustu helgi hafi víða sést í glóð í hrauninu og afgösun verið í gígnum og víðar. Ýmislegt bendir til að einhver kvika komi enn upp. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »