Niðurrif Útvarpshússins á Vatnsendahæð hafið

Skurðgrafa stendur við húsið, en byrjað er að rífa það.
Skurðgrafa stendur við húsið, en byrjað er að rífa það. mbl.is/Óttar Geirsson

Hafist var handa í gær við að rífa hið svonefnda Útvarpshús á Vatnsenda, en það var teiknað af Guðjóni Samúelssyni og reist árið 1929. Búið er að rífa klæðninguna utan af því. 

Óvissa skapaðist um framtíð hússins í fyrra eftir að Ríkisútvarpið flutti þaðan allan búnað sinn, en í júlí á þessu ári var gert samkomulag við Kópavogsbæ sem fól m.a. í sér að reynt yrði að varðveita húsið. 

Húsið er ekki í sínu besta ásigkomulagi.
Húsið er ekki í sínu besta ásigkomulagi. mbl.is/Óttar Geirsson
Útvarpshúsið á Vatnsenda var reist árið 1929 og er teiknað …
Útvarpshúsið á Vatnsenda var reist árið 1929 og er teiknað af Guðjóni Samúelssyni. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is