Lengja afgreiðslutíma hraðprófa

Afgreiðslutími hraðprófa á laugardögum hefur verið lengdur.
Afgreiðslutími hraðprófa á laugardögum hefur verið lengdur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Afgreiðslutími hraðprófa hefur verið lengdur á laugardögum og er nú því opið til kl. 17.00. Segir á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að þetta sé til að koma á móts við fólk sem vill sækja viðburði í desember.

Hins vegar verður ekki opið á kvöldin á mánudögum og þriðjudögum en þá er minna að gera. Áfram verður opið til kl. 20.00 miðvikudaga til föstudaga og til kl. 15.00 á sunnudögum.

Afgreiðslutími hraðprófa í desember er því sem hér segir:

  • Mánudaga og þriðjudaga kl. 8.00-17.00
  • Miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 8.00-20.00
  • Laugardaga kl. 9.00-17.00
  • Sunnudaga kl. 9.00-15.00

Minna á að hraðpróf séu pöntuð á réttum tíma

Heilsugæslan minnir fólk á að panta hraðpróf á réttum tíma en þau mega ekki vera eldri en 48 klukkustunda gömul þegar viðburður hefst. Þá segir að venjulega komi niðurstöður innan klukkustundar.

„Svo er upplagt að nýta hraðprófið vel og fara á marga tónleika og sýningar meðan prófið er í gildi,“ segir á vef Heilsugæslunnar.

Hægt er að panta hraðpróf á vefsíðunni hradprof.covid.is.

mbl.is