Þrír í haldi eftir að grunsamlegur hlutur fannst

Óskað var eftir aðstoð sérsveitarinnar vegna málsins.
Óskað var eftir aðstoð sérsveitarinnar vegna málsins. Ljósmynd/mbl.is

Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að grunsamlegur hlutur fannst í ruslagámi í Mánatúni í Reykjavík á fjórða tímanum í nótt.

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til aðstoðar vegna málsins.

Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is