Birgir kjörinn forseti þingins og kosið í nefndir

Birgir Ármansson, nýkjörinn forseti Alþiingis.
Birgir Ármansson, nýkjörinn forseti Alþiingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður forseti Alþingis á næsta kjörtímabili. 

Þetta varð ljóst rétt þessu þegar þingsetningarfundi var framhaldið. Birgir var einn í kjöri og fékk 48 atkvæði þingmanna en 11 þingmenn sátu hjá. Fjórir voru fjarverandi. 

Oddný G. Harðardóttir úr Samfylkingu verður fyrsti varaforseti þingsins, Líneik Anna Sævarsdóttir úr Framsókn verður 2. varaforseti, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, verður 3. varaforseti, Diljá Mist Einarsdóttir úr Sjálfstæðisflokki verður 4. varaforseti, Björn Leví Gunnarsson úr Pírötum verður 5. varaforseti og Jódís Skúladóttir verður 6. varaforseti.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfsaldursforseti þingsins, víkur úr forsetastóli fyrir nýkjörnum …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfsaldursforseti þingsins, víkur úr forsetastóli fyrir nýkjörnum forseta, Birgir Ármannssyni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórnarandstaðan fær aðeins formennsku í einni nefnd

Birgir Ármannsson, nýkjörinn þingforseti, tók þegar sæti á forsetastóli og las upp hvernig skipað verður í fastanefndir þingsins.

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður formaður allsherjar- og menntamálanefndar.

Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, verður formaður atvinnuveganefndar. 

Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður formaður í efnahags- og viðskiptanefnd. 

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, verður formaður fjárlaganefndar.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, verður formaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. 

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður formaður í umhverfis- og samgöngunefnd. 

Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, verður formaður í utanríkismálanefnd. 

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, verður formaður í velferðarnefnd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert