Óökuhæfur sökum veikinda

Nokkur tilvik voru bókuð í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna …
Nokkur tilvik voru bókuð í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna afskipa af ökumönnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ökumaður var stöðvaður vegna grunsamlegs aksturslags í Hafnarfirði í gær, laust eftir klukkan 18. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að maðurinn hafi verið metinn óhæfur til aksturs sökum veikinda. 

Maður var handtekinn vegna líkamsárásar í hverfi póstnúmersins 104 í Reykjavík vegna líkamsárásar. Hann var vistaður í fangageymslu. Þá var tilkynnt um óvelkominn mann í íbúð í sama hverfi í gærkvöldi og var manninum vísað út. 

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 

mbl.is