Skúrir og él en hiti um og yfir frostmarki

Eflaust er einhverjum fiðruðum Íslendingum heldur kalt þessa dagana.
Eflaust er einhverjum fiðruðum Íslendingum heldur kalt þessa dagana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðurstofa Íslands spáir 0 til 5 stiga hita í dag en eftir hádegi snýst vindur í suðvestanátt, víða 8-13 m/s eftir hádegi með skúrum eða éljum. Þó styttir upp á Norðausturlandi. 

„Hægari vestlæg eða breytileg átt á morgun. Bjart með köflum, en stöku él vestantil og á annesjum norðanlands. Kalt í veðri og frostið nær líklega tveggja stafa tölu í innsveitum seinni partinn,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. 

Hann býst ekki við miklum breytingum á laugardag.

„Víða léttskýjað og áfram kalt í veðri, en sums staðar dálítil él við ströndina,“ segir í hugleiðingunum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is