80 innanlandssmit – bætist í Ómíkron-hópinn

Frá skimun á Suðurlandsbraut.
Frá skimun á Suðurlandsbraut. mbl.is/Auðun

80 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, þar af 41 utan sóttkvíar. 12 einstaklingar hafa alls greinst með Ómíkron-afbrigði veirunnar hér á landi og hafa því tveir bæst í þann hóp síðan tölur voru gefnar út í gær. 10 smit greindust við landamærin í gær.

Í dag eru 1.389 í einangrun og 1.865 í sóttkví en um er að ræða bráðabirgðatölur.

Fjöldi PCR sýna sem tekin voru í gær kemur fram á Covid.is þegar heimasíðan verður uppfærð á morgun.

mbl.is