Bíll valt á fjallvegi

„Þetta gekk vel, þetta kom á okkur svolítið bratt [...],
„Þetta gekk vel, þetta kom á okkur svolítið bratt [...]," segir Davíð. mbl.is/Óttar

„Það var nóg að gera hjá björgunarsveitum alveg síðan rétt fyrir hádegi þangað til um kvöldmatarleytið,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.

Hádegið einkenndist af útköllum tengdum þakklæðningum en þegar það fór að líða á daginn fór að bera meira á óhöppum á fjallvegum og heiðum, en dæmi er um það að bílar fóru útaf bæði fyrir norðan og á Hellisheiði að sögn Davíðs.

Hann bætir við að eitt slys hafði orðið á Norðvesturlandi en bíll á fjallveg valt en ökumaðurinn slasaðist ekki mikið og var fljótt kominn í skjól á nálægum bóndabæ.

„Þetta gekk vel, þetta kom á okkur svolítið bratt. Það kom hvellur upp úr hádegi, þá var mikið að gera í Borgafirðinum, höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjunum, þannig byrjaði þetta og svo gekk þetta jafnt og þétt yfir daginn.“

mbl.is