Telja brotið á sæmdarrétti

Heimskautsgerðið á Raufarhöfn er stærsta útilistaverk á Íslandi.
Heimskautsgerðið á Raufarhöfn er stærsta útilistaverk á Íslandi. Ljósmynd/Dagný Ríkharðsdóttir

„Okkur finnst þetta vera makalaust. Pabbi er höfundur verksins en hans er getið sem einhvers konar ráðgjafa. Við höfum því farið fram á að að hans sé getið sem höfundar á öllum merkingum við verkið og í allra umfjöllun um það en þeim kröfum hefur ekki verið svarað,“ segir Gunnhildur Hauksdóttir myndlistarmaður.

Gunnhildur hefur tekið að sér að gæta hagsmuna föður síns, myndlistarmannsins Hauks Halldórssonar, varðandi aðkomu hans að Heimskautsgerðinu sem stendur við Raufarhöfn. Um er að ræða stærsta útilistaverk á Íslandi sem vakið hefur verðskuldaða athygli ferðamanna á síðustu árum. Hvatamaður að verkinu var Erlingur B. Thoroddsen, hótelstjóri á Raufarhöfn. Fjölskylda listamannsins Hauks segir að Erlingi, sem lést árið 2015, hafi á síðustu árum verið eignað verkið að nær fullu en rétt sé að Haukur sé höfundur þess. Í umfjöllun á heimasíðu Heimskautsgerðisins segir að Haukur hafi tekið þátt í hugmyndavinnu með Erlingi, gert skissur og líkan sem stuðst sé við.

Skrifaði bréf til ráðuneyta

Gunnhildur segir við Morgunblaðið að fjölskyldan geri engar athugasemdir við að Erlingur sé titlaður frumkvöðull eða hvatamaður að verkinu. Ólíðandi sé þó að Hauks sé ekki getið í sömu andrá sem höfundar. Telur fjölskyldan að með þessu sé brotið á sæmdarrétti listamannsins og hefur hún leitað til Myndstefs og sent bréf til tveggja ráðuneyta, mennta- og menningarráðuneytis og iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem áður hétu, auk Ferðamálastofu vegna þessa. Gunnhildur fundaði með stjórn félagsins, sem heldur utan um rekstur Heimskautsgerðisins, sumarið 2020 og kveðst hafa farið af þeim fundi með von í brjósti um að orðið yrði við óskum um úrbætur. Í kjölfarið hafi beiðni um að stjórnin myndi rita undir yfirlýsingu þess efnis ekki verið svarað og ekkert hafi heyrst frá stjórninni. Því hafi hún séð sig tilneydda til að hafa samband við Myndstef og áðurnefnd ráðuneyti og Ferðamálastofu.

Lengra viðtal við Gunnhildi má nálgast í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »