Allir allsgáðir við vínbúðina

Lögreglu og sjúkralið sinntu manni sam hafði runnið í hálkunni …
Lögreglu og sjúkralið sinntu manni sam hafði runnið í hálkunni með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregla var með eftirlit við vínbúðina á Seltjarnarnesi og kannaði ástand og réttindi ökumanna. Allir voru með sitt á hreinu og enginn reyndist ölvaður.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, en þar var einnig greint því að lögregla og sjúkralið hefði sinnt manni sem rann til í hálkunni með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka. Maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. 

mbl.is