Fjögurra bíla árekstur á Grensásvegi

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson

Einn var fluttur til skoðunar á Landspítala eftir fjögurra bíla árekstur á mótum Grensásvegar og Miklubrautar skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er ekki vitað hvað olli árekstrinum en hálkublettir eru víða í borginni.

Einn var fluttur til skoðunar á spítala en aðrir sluppu án teljandi áverka. Viðbragðsaðilar hafa  lokið störfum á vettvangi.

mbl.is