Gunnar hættir sem bæjarstjóri

Gunnar Einarsson, fráfarandi bæjarstjóri Garðabæjar.
Gunnar Einarsson, fráfarandi bæjarstjóri Garðabæjar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri og oddviti meirihlutans í Garðabæ, mun ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af störfum að yfirstandandi kjörtímabili loknu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gunnari. Að kjörtímabilinu loknu mun Gunnar hafa veirð bæjarstjóri í Garðabæ í sautján ár og orðinn 67 ára gamall. 

„Ég kom til starfa hjá Garðabæ 25 ára gamall og starfaði sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs áður en ég var ráðinn bæjarstjóri árið 2005. Ég hef varið rúmlega 40 árum starfsævi minni í þjónustu við Garðbæinga. Á þessu langa tímabili hef ég tekið virkan þátt í uppbyggingu bæjarins bæði sem embættismaður, stjórnmálamaður og þátttakandi í félagsstarfi innan bæjarmarkanna. Jafnframt hef ég fengið tækifæri frá vinnuveitandanum Garðabæ á að mennta mig til hæstu gráðu,“ segir í tilkynningu Gunnar. 

Þá segir Gunnar þakklæti sér efst í huga við slík tímamót. “Þakklæti fyrir að fá tækifæri til að hafa áhrif á samfélagið Garðabæ, að starfa með frábæru samstarfsfólki hvort heldur í stjórnmálum og/eða í starfi mínu sem embættismaður og síðast en ekki síst almennt góð samskipti við bæjarbúa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert