Björgunarsveitir aðstoðuðu slökkvilið

Stór sinubruni varð í Úlfarsárdal á fyrsta tímanum í nótt.
Stór sinubruni varð í Úlfarsárdal á fyrsta tímanum í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu voru kallaðar út í nótt til að aðstoða slökkviliðsmenn sem börðust við gróðurelda. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar man ekki til þess að björgunarsveitir hafi áður aðstoð slökkvilið með þessum hætti á nýársnótt.

Eins og áður hefur komið fram var fjöldi útkalla hjá slökkviliði á suðvesturhorninu vegna gróðurelda. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sagðist ekki muna eftir öðru eins álagi, þótt yfirleitt sé nóg að gera fyrstu nótt nýs árs.

Davíð Már Bjanason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að björgunarsveitir hafi lokið sínum störfum um klukkan þrjú í nótt. Slökkviliðsmenn börðust áfram við elda fram undir hádegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert