Mikill fjöldi útkalla hjá Landhelgisgæslunni

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrluútköll Landhelgisgæslunnar voru 265 talsins árið 2021 og hafa einungis einu sinni verið fleiri. Það var árið 2018 þegar áhafnir loftfara Landhelgisgæslunnar sinntu alls 278 útköllum. Útkallafjöldi ársins er meira í líkingu við árin 2016-2019. Þá sinnti deildin rúmlega 250 útköllum á ári að meðaltali. Árið 2020 fækkaði útköllunum töluvert og voru þá 184. Kórónuveirufaraldurinn, fækkun ferðamanna og breyttur taktur samfélagsins léku líklega hlutverk í því.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir við Morgunblaðið að fjölgun útkallanna megi að einhverju leyti skýra með gosinu í Geldingadölum á Reykjanesskaga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert