CCP og BBC í samstarf

Tölvuleikurinn EVE Online nýtur mikilla vinsælda.
Tölvuleikurinn EVE Online nýtur mikilla vinsælda.

Tölvuleikjafyrirtækið CCP og BBC Studios hafa tekið höndum saman vegna tölvueikjarins EVE Online og bresku sjónvarpsþáttanna Doctor Who.

Aðdáendur fá tækifæri til að taka þátt í miklum geimorrustum á netinu dagana 13. janúar til 1. febrúar.

Spilamennskan verður ókeypis.

„Árið 2022 hefst með miklum látum með EVE Online x Doctor Who,“ sagði Bergur Finnbogason, listrænn stjórnandi EVE Online, í tilkynningu.

„Við erum alltaf að reyna að víkka út sjóndeildarhringinn þegar kemur að möguleikum EVE Online. Með samstarfinu við BBC Studios fáum við tækifæri til að taka ofan fyrir goðsagnakenndum sjónvarpsþáttum sem hafa veitt okkur hjá CCP innblástur,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert