Bæði spennt og kvíðin fyrir deginum

Ragnheiður Ósk Er­lends­dótt­ir að bólusetja á síðasta ári.
Ragnheiður Ósk Er­lends­dótt­ir að bólusetja á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segist vera passlega bjartsýn vegna bólusetningar 5-11 ára barna sem hefst í Laugardalshöll í hádeginu í dag. 

„Ég held að við séum búin að undirbúa eins vel og við getum. Það kemur í ljós eftir daginn hvernig hefur gengið. Maður er bæði spenntur en pínu kvíðinn líka,“ segir Ragnheiður Ósk, spurð hvernig dagurinn leggst í hana.

Upplifun barnanna verði góð

Spurð hvort stefnt sé á að ná ákveðnu bólusetningarhlutfalli segir hún að lítið sé lagt upp úr því. Aðaláherslan sé á að upplifun barnanna verði góð og að allt gangi vel.

„Ástandið er þannig í skólunum að það er ofboðslega mikið um sóttkví og einangrun og það stigmagnast dag frá degi,“ segir hún og kveðst því hóflega bjartsýn varðandi fjöldann sem lætur sjá sig í dag.

mbl.is