22 þúsund fyrir dós í Góða hirðinum

Af vefverslun góða hirðisins.
Af vefverslun góða hirðisins.

Á heimasíðu Góða hirðisins má sjá forláta dós sem verðmerkt er 22 þúsund krónur.

Dósin, sem er 20,5 sentímetrar á breidd og lengd og 14,5 á hæð, er ekki frá neinum tilgreindum framleiðanda svo sjá megi á heimasíðunni en ljóst er að hún er gömul.

Dósin skartar myndum af konum í íslenskum búningum, bæði skautbúningi, faldbúningi og upphlut. 

Ofan á dósinni er prent eftir málverkinu Skrýðingu brúðarinnar eftir danska málarann HAG Schött frá um 1880.

Góði hirðirinn er verslun Sorpu með notaða heimilismuni sem fást gefins með það að markmiði að endurnota hluti til áframhaldandi lífs og draga úr sóun. 

Uppfært klukkan 09.30: Dósin hefur verið seld að sögn upplýsingafulltrúa Sorpu og fjarlægð af heimasíðu Góða hirðisins.

Dósin góða.
Dósin góða. Ljósmynd/Góði hirðirinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert