Ekki nægilegt dýpi í Landeyjarhöfn

Herjólfur siglir úr Eyjum.
Herjólfur siglir úr Eyjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Herjólfur þarf að sigla til Þorlákshafnar í dag þar sem ekki er nægilegt dýpi í Landeyjarhöfn. Sú staða er komin upp að ekki er nægilegt dýpi í Landeyjahöfn.

„Til þess að hægt sé að sigla til Landeyjahafnar að nýju þarf að mæla dýpið. Það kemur til með að vera gert við fyrsta tækifæri. Að því sögðu þarf Herjólfur að sigla til Þorlákshafnar seinni partinn í dag og fyrri ferðina á morgun,“ segir í færslu á FB-síðu ferjunnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina