Erlendir í meirihluta í Mýrdalnum

Frá Vík í Mýrdal.
Frá Vík í Mýrdal. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Erlendir ríkisborgarar eru komnir í meirihluta meðal Mýrdælinga, skv. nýjum tölum Hagstofu Íslands. Alls er 51% íbúa sveitarfélagsins með erlent ríkisfang. Þetta eru 412 manns, en alls búa nú 808 manns í Mýrdalshreppi. Um 540 manns búa í Víkurþorpi.

„Fyrst og fremst er þetta fólk sem starfar við ferðaþjónustuna sem er stærsta atvinnugreinin hér,“ segir Einar Freyr Elínarson oddviti. „Í raun hefur allt gjörbreyst á þessu svæði á ekki löngum tíma. Árið 2012 voru íbúar í sveitarfélaginu um 460, en nú rúmlega 800 sem er 46% fjölgun. Þetta hefur vissulega skapað áskoranir í sveitarfélaginu sem eru þó skemmtilegri en þegar hér var samdráttur og íbúafækkun. Á þessu ári til dæmis reikna ég með að hér verði byggðar 30 nýjar íbúðir og ég er bjartsýnn á að ferðaþjónustan gangi vel, náist tök á faraldrinum.“

Næsthæsta hlutfall erlendra ríkisborgara er í Skaftárhreppi, það er Kirkjubæjarklaustri og þar í kring, og í Súðavíkurhreppi. Í báðum byggðum er fólk af erlendu bergi brotið um þriðjungur íbúa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert