Þóttist vera í FMOS í Gettu betur-keppni

Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur.
Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. mbl.is/Árni Sæberg

Nemandi Kvennaskólans í Reykjavík komst upp með það athæfi að keppa fyrir hönd Framhaldsskólans í Mosfellsbæ í Gettu betur.

RÚV greindi fyrst frá því að Dagur Steinn Arnarsson, nemandi á þriðja ári í Kvennaskólanum, hafi ákveðið að reyna að komast inn í lið Framhaldsskólans í Mosfellsbæ er hann sá auglýst eftir fólki í það.

Athæfið tókst og keppti Dagur fyrir hönd framhaldsskólans gegn Menntaskólanum á Egilsstöðum þar sem sá síðarnefnd hafði betur með 14 stigum gegn 2.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert