Kalt og bjart í dag

Við Rauðavatn.
Við Rauðavatn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðurstofa Íslands spáir vestlægri eða breytilegri átt í dag. Veðrið verður bjart og kalt víðast hvar en sunnan kaldi og dálítil él verður vestast á landinu í dag. 

„Sunnan og suðvestan strekkingur á morgun, en hvassviðri norðvestantil annað kvöld. Þurrt á Norðaustur- og Austurlandi, annars súld eða rigning, einkum vestanlands. Hlýnandi, hiti víða á bilinu 5 til 10 stig síðdegis,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings og jafnframt:

„Hvöss suðvestanátt og úrkomusamt á föstudag, en þurrt að kalla austanlands. Kólnandi veður.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert