Fjórar F-16 þotur og 85 hermenn á leið til Íslands

F-16 .ota portúgalska flughersins.
F-16 .ota portúgalska flughersins. Ljósmynd/Portúgalski flugerinn

Loftrýmisgæsla NATO hefst í kringum Ísland með komu flugsveitar portúgalska flughersins í vikunni. Þetta er í annað sinn sem Portúgalar taka þátt í verkefninu hér á landi, síðast komu þeir fyrir tíu árum.

Í fréttatilkynningu um málið frá Landhelgisgæslunni segir að fjórar F-16 orrustuþotur séu á leið hingað til lands með um 85 liðsmenn sem hafa munu aðsetur á Keflavíkurflugavallarsvæðinu.

Ráðgert er að portúgalski herinn verði með aðflugsæfingar á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 31. janúar til 7. febrúar, að því gefnu að veður verði hagstætt.

Stefnan er sett á að loftrýmisgæslu umhverfis Íslands ljúki í mars á þessu ári.

Framkvæmd verkefnisins er með sama hætti og áður og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland. Eins og með annan erlendan liðsafla sem hér á landi dvelur tímabundið þá er í gildi viðbúnaður vegna sóttvarna meðan á dvöl portúgölsku flugsveitarinnar stendur og er framkvæmdin unnin í samvinnu við embætti landlæknis og aðra sem koma að sóttvörnum hér á landi,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert