Gerir ráð fyrir stuðningi við Íslandsfrumvarp

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra gerir ráð fyrir að frumvarpið sem lagt var fram á þjóðþingi Bandaríkjanna á föstudag og kennt er við Ísland muni hljóta góðan stuðning. „Verði þetta frumvarp samþykkt gerir það íslenskum fjárfestum auðveldara fyrir að fara milli Bandaríkjanna og Íslands til þess að eiga viðskipti í Bandaríkjunum,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við Morgunblaðið.

Flest vinaríki Bandaríkjanna eiga nú þegar kost á vegabréfsáritunum eins og þeim sem frumvarpið leggur til að Íslendingum verði veittur aðgangur að. Þórdís telur þetta því mikilvægt skref með hliðsjón af jafnræði í samanburði Íslands við aðrar vinaþjóðir Bandaríkjanna. Íslenska sendiráðið í Washington fylgist grannt með framgangi frumvarpsins og veitir liðsinni ef óskað er.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert