Mikil þörf á erlendu vinnuafli

Mikil þörf er á erlendu vinnuafli.
Mikil þörf er á erlendu vinnuafli. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mikil þörf verður á fleiri aðfluttum einstaklingum til að manna þau störf sem verða til á komandi árum vegna lítillar fjölgunar innlends starfsfólks gangi hagvaxtarspár eftir. Má þá gera ráð fyrir að störfum muni fjölga um 15 þúsund á næstu fjórum árum en íbúum landsins á vinnualdri fjölgi á sama tíma um aðeins þrjú þúsund.

Þurfa tólf þúsund erlendir starfsmenn að flytjast til landsins til að sinna þeim störfum sem verða til fram á árið 2025. Þetta kemur fram í grein eftir Hannes G. Sigurðsson, ráðgjafa stjórnar og framkvæmdastjórnar Samtaka atvinnulífsins, um framboð og eftirspurn innlends og erlends starfsfólks á næstu árum.

Minnkandi fjölgun íbúa á vinnualdri hefur stuðlað að gífurlegri fjölgun erlendra starfsmanna. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verður fjölgunin enn meiri.

„Miðað við 80% atvinnuþátttöku fjölgar innlendu starfsfólki aðeins um þrjú þúsund en erlendu starfsfólki um 21 þúsund. Hlutfall erlendra starfsmanna af starfandi á vinnumarkaði hækkar úr 21% í 27% á þessum fjórum árum.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »