Gamla stúkan víki fyrir nýjum íbúðum

Hér er horft í vesturátt eftir Kaplaskjólsvegi. Nýju íbúðarhúsin eru …
Hér er horft í vesturátt eftir Kaplaskjólsvegi. Nýju íbúðarhúsin eru á hægri hönd en eldri íbúðarblokkirnar við götuna á vinstri hönd. Tölvumynd/ASK arkitektar

Við Flyðrugranda og Kaplaskjólsveg verða íbúðir, byggingar fyrir þjónustu og bílastæði, samkvæmt tillögunni. Gömul áhorfendastúka við Kaplaskjólsveg verður rifin. Meðfram Flyðrugranda er trjágróður, sem mun víkja.

Gert er ráð fyrir um 10.000 fermetra íbúðarbyggð eða að hámarki 100 íbúðum á svæðinu. Birt meðalstærð íbúða skal ekki vera minni en 90 m². Hús stallast í þrjár og fjórar hæðir og verða íbúðir á 4. hæð með þaksvölum á milli húsa. Áður en að uppbyggingu kemur skal gera samning milli Reykjavíkurborgar og lóðarhafa um að fyrirhuguð uppbygging falli undir samþykkta húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar. Í henni er m.a. kveðið á um að 20% íbúða á lóðinni verði leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, leiguíbúðir Félagsbústaða hf., búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða.

Með þéttingu byggðar í formi íbúða á svæðinu í nálægð þjónustu, stofnana og almenningssamgangna eru heildarumhverfisáhrif uppbyggingarinnar talin jákvæð.

Umhverfisáhrif af aukinni bílaumferð eru talin neikvæð.

mbl.is