Krabbameinsvalda þarf að kanna vel

Birgir Þórarinsson alþingismaður.
Birgir Þórarinsson alþingismaður. mbl.is/Sigurður Bogi

„Hér gengur orðrómur um að mengun í gamla vatnsbólinu fyrir byggðina í Keflavík og Njarðvík kunni að hafa valdið háu nýgengi krabbameina meðal fólks hér á svæðinu. Því þarf að svara,“ segir Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.

Birgir hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til umhverfisráðherra um mengun í gamla vatnsbólinu í Keflavík, Njarðvík og við Keflavíkurflugvöll. Hann vill vita hvaða leysiefni, olía og aðrir skaðvaldar hafi fundist í vatnsbólinu, sem var aflagt 1991. Hann vill einnig vita hver þessara efna mældust yfir hættumörkum með tilliti til þess að efni geti valdið krabbameinum eða æxlunarvanda.

Samhangandi þessu er tillaga til þingsályktunar frá Birgi um að Krabbameinsfélagi Íslands verði falið til að rannsaka nýgengi krabbameina á Suðurnesjum í samanburði við aðra landshluta. Í þessu skyni verði m.a. yfirfarnar skýrslur sem Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. hefur látið gera varðandi mengun á svæðinu.

Lengri umfjöllun um málið má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »