Beitti fyrrverandi eiginkonu og börn ofbeldi

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hanna

Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir karlmanni sem var fundinn sekur um að hafa veist að fyrrverandi eiginkonu sinni og fjórum ungum börnum þeirra með ofbeldi. Hafði hann áður fengið sex mánaða dóm í héraði en Landsréttur þyngdi dóminn í átta mánuði. Þá staðfesti Landsréttur að maðurinn ætti að greiða eiginkonunni fyrrverandi 400 þúsund og börnunum hverju 300 þúsund krónur í miskabætur.

Maður­inn var ákærður fyr­ir að hafa á ár­un­um 2016 til 2020 brotið gegn barna­vernd­ar­lög­um með því að hafa ít­rekað veist að syni sín­um með of­beldi og látið bræður þeirra tvo halda hon­um á meðan maður­inn sló son sinn með plastslöngu og inni­skó und­ir ilj­arn­ar. Dótt­ir þeirra varð vitni að hátt­sem­inni. Einnig var hann ákærður fyr­ir að hafa slegið ann­an son sinn í and­litið með þeim af­leiðing­um að hann hlaut blóðnas­ir.

„Með hátt­sem­inni sýndi hann börn­um sín­um ógn­un, van­v­irðandi hegðun, yf­ir­gang og rudda­legt at­hæfi,“ seg­ir í dóm­i héraðsdóms.

Einnig var maður­inn ákærður fyr­ir að hafa í sept­em­ber 2019 veist með of­beldi að eig­in­konu sinni og barn­s­móður á heim­ili þeirra, tekið fast um munn henn­ar og slegið hana ít­rekað í and­litið með flöt­um lófa  með þeim af­leiðing­um að hún hlaut mar inn­an á neðri vör og vinstra meg­in í and­liti.

Kon­an fór fram á fjór­ar millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur en hlaut 400 þúsund krón­ur. Hvert barna þeirra fór fram á eina millj­ón króna í miska­bæt­ur en dóm­ur­inn taldi 300 þúsund krón­ur vera hæfi­lega upp­hæð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert