Klifurfélagið fagnaði tveimur tugum

Tveir klifrarar fikra sig upp vegginn á afmælisfögnuði félagsins.
Tveir klifrarar fikra sig upp vegginn á afmælisfögnuði félagsins. mbl.is/Óttar

Klifurfélag Reykjavíkur fagnaði 20 ára afmæli í gær. Klifurfélagið er hluti af Íþróttabandalagi Reykjavíkur og heldur úti barna- og unglingastarfi auk þess sem það hefur afreksstefnu og afrekshóp. Annað meginhlutverk félagsins er að sjá um rekstur Klifurhússins, en þangað sækir almenningur mikið.

Hilmar Ingimundarson, formaður félagsins, segir áhugann á íþróttinni hafa þróast gríðarlega síðastliðin 20 ár. Félagið hafi orðið til utan um nokkra klifrara og aðstöðu þeirra en hafi vaxið mikið.

Klifursamband Íslands var stofnað nýverið og segir Hilmar það hafa verið stórt skref fyrir íþróttina. „Það er stór og fjölbreyttur hópur sem stundar þetta, þetta er ekki einhver lokaður og afmarkaður hópur klifrara. Við erum með fleiri iðkendur en mörg hverfisfélög.“

Afmælinu var fagnað í Klifurhúsinu síðdegis í gær. „Það var rosalega gaman að sjá fjöldann allan af fólki sem kom og gladdist með okkur. Sérstaklega var gaman að sjá kynslóðirnar koma saman, allir sex formennirnir frá upphafi mættu.“

Klifurfélagið missir fljótlega húsnæði sitt við Ármúla og því liggur á að finna framtíðarlausn. Hilmar hefur undanfarið staðið í samningaviðræðum við borgina um að Toppstöðin í Elliðaárdal hýsi svokallað jaðaríþróttahús.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert