Lönduðu 130 milljarða samningi um hjúkrunarheimili

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti í dag nýja samninga Sjúkratrygginga Íslands, fyrir hönd íslenska ríkisins, um rekstur og þjónustu hjúkrunarheima á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. 

Samningarnir ná til næstu þriggja ára og hljóða upp á 130 milljarða er kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Willums Þórs.

Á samningstímanum verður unnið að verkefnum sem miða að bættu rekstrarumhverfi heimilanna til framtíðar og auknum gæðum þjónustu þeirra,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert