Vill taka ábyrgð en neitar þöggunarsamningum

Auður viðurkennir ásakanir sem þrjár konur hafa borið á hann.
Auður viðurkennir ásakanir sem þrjár konur hafa borið á hann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarmaðurinn Auður stígur fram og segist, að því er frá greinir á Vísi, ekki getað tekið því sem er „algjörlega ósatt“ – hann vilji miklu frekar axla ábyrgð á þeirri hegðun sem hann beri ábyrgð á.

Hann viðurkennir ásakanir sem þrjár konur hafa borið á hann en segir mikilvægt að kveða niður sögusagnir um þöggunarsamninga.

„Særandi og óþægileg, ég hef verið að fara yfir mörk og ég hef verið meiðandi í minni hegðun. Ég hef ekki gert mér almennilega grein fyrir henni ég samt ber algjörlega ábyrgð á henni,“ Auðunn Lúthersson. 

Kveðst hann hafa farið í gagngera endurskoðun á sjálfum sér og kúplað sig algjörlega út síðasta tæpa árið, undirgengist sálfræðifræðimeðferð og sett tappann í flöskuna en tekur fram að hann hafi aldrei notað áfengi sem afsökun heldur verði hann fyrst og fremst verri útgáfa af sjálfum sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert