Ekið á sjúkrabíl í forgangsakstri

Óhappið hafði ekki áhrif á útkallið.
Óhappið hafði ekki áhrif á útkallið. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson

Ekið var á sjúkrabíl í forgangsakstri á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar í hádeginu í dag, en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu urðu engin slys á fólki.

Bíllinn var á leið í útkall þegar óhappið varð, en það hafði þó ekki áhrif á útkallið. Annar bíll tók einfaldlega við af þeim sem í óhappinu lenti.

Sjaldgæft er að ekið sé á sjúkrabíla í forgangsakstri en mikið hefur verið lagt upp úr fræðslu um forgangsakstur af hálfu slökkviliðsins. Slík óhöpp voru algengari hér áður fyrr, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu.

Þá fær sjúkraflutningafólk sérstaka þjálfun í því hvernig eigi að bera sig að í umferðinni og keyra forgangsakstur, en forgangsljósin veita ekki aukinn rétt þó að þau gefi sjúkraflutningafólki grið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert