Breytt staða í landbúnaði og jarðir eru til sölu

Í Austur-Landeyjum í Rangárþingi eystra eru nú fjögur stór kúabú …
Í Austur-Landeyjum í Rangárþingi eystra eru nú fjögur stór kúabú í rekstri til sölu og í einhverjum tilvikum munu samningar vera í höfn eða þar nærri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hækkandi verð á ýmsum aðföngum til búrekstrar, svo sem áburði, olíu og kjarnfóðri, vekur bændur til umhugunar um áherslur sínar og áframhaldandi búskap. Að undanförnu hefur verið meira en að jafnaði í sölu á jörðum þar sem stundaður er búrekstur. Ástæður þessa eru gjarnan persónulegar en starfsskilyrðin og stóra myndin í rekstrinum hefur þó líka áhrif, segja viðmælendur Morgunblaðsins sem vel þekkja til í landbúnaði.

Í Austur-Landeyjum í Rangárþingi eystra eru nú fjögur stór kúabú í rekstri til sölu og í einhverjum tilvikum munu samningar vera í höfn eða þar nærri. Í viðskiptum með þessar jarðir er vel á annan milljarð króna undir, og á hverjum bæ fyrir sig eru í pakkanum hús, búpeningur, vélar og fullvirðisréttur til mjólkurframleiðslu. Á búunum fjórum er framleitt um 1% þeirrar mjólkur sem Íslendingar neyta. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »