Framsóknarflokkur með meirihluta í Borgarbyggð

mbl.is

Lokatölur liggja fyrir í sveitarstjórnarkosningum í Borgarbyggð og fékk Framsóknarflokkurinn 50,5% atkvæði og er því með hreinan meirihluta. Meirihlutinn sem var myndaður af Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingunni og Vinstri grænum er því fallinn. 

Í bæjarstjórn eiga sæti níu bæjarfulltrúar og fær Framsóknarflokkurinn fimm fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn fær tvo fulltrúa með 25% atkvæði, Samfylkingin og Viðreisn fær einn fulltrúa með 12,9% atkvæði og Vinstri græn fá einn fulltrúa með 11,7% atkvæði.

Framsóknarflokkurinn er í hreinum meirihluta.
Framsóknarflokkurinn er í hreinum meirihluta. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert