Gísli dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi

Gísli Hauksson játaði brot sín fyrir dómi fyrr í þessum …
Gísli Hauksson játaði brot sín fyrir dómi fyrr í þessum mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gísli Hauksson, fyrrverandi forstjóri og annar stofnenda GAMMA Capital Management, var í dag dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi.

Honum var jafnframt gert að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 500 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað.

Þetta staðfestir Arnar Þór Stefánsson, lögmaður hennar, í samtali við mbl.is.

Gísli játaði í síðustu viku brot sín og fór saksóknari í málinu fram á tveggja mánaða skil­orðsbund­inn dóm yfir Gísla.

Í ákæru kom fram að Gísla væri gefið að sök að hafa ít­rekað tekið fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu sína kverka­taki, skellt henni utan í vegg og þrengt að hálsi henn­ar svo hún átti erfitt með anda­rdrátt og féll í gólfið.

Ofbeldið átti sér stað fyrir tveimur árum, en Gísli játaði brot sín við meðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert