Yfirfullur bíll og enginn í belti

Nokkuð var um tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi og …
Nokkuð var um tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi og „fólk til vandræða“ miðsvæðis og einu sinni var tilkynnt um þjófnað í miðbænum. mbl.is/Ari

Tilkynnt um umferðarslys í Austurbæ Reykjavíkur um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Þar varð árekstur á milli bifreiðar og vespu, minniháttar meiðsli voru á ökumanni og farþega vespunnar þegar lögreglu og viðbragðsaðilum bar að garði. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Nokkuð var um tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi og „fólk til vandræða“ miðsvæðis og einu sinni var tilkynnt um þjófnað í miðbænum.

Klukkan rúmlega tvö í nótt var bifreið stöðvuð í Austurbænum, þar sem of margir farþegar voru í bifreiðinni og tvö börn sem voru ekki í belti. Málið var afgreitt á vettvangi. 

Þá voru nokkrir handteknir grunaðir um fíkniefnamisferli ásamt því að nokkrar bifreiðar voru stöðvaðar vegna gruns akstur öskumanns undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 

mbl.is