Breytingar í Borgarleikhúsinu

Borgarleikhúsið
Borgarleikhúsið mbl.is/Kristinn Magnússon

Ljósadeild og hljóðdeild verða sameinaðar næsta vetur í Borgarleikhúsinu.

Er þetta hagræðingaraðgerð, meðal annars til þess að svara aukinni verðbólgu að sögn skipulagsstjóra leikhússins. „Það er einn að hætta og annar að fara í leyfi, það ýtti undir að við tókum skrefið,“ segir Kári Gíslason skipulagsstjóri Borgarleikhússins.

„Þetta þýðir að við þurfum að fækka starfsfólki og við ætlum að verkefnaráða listræna stjórnendur.“  

Hann bendir á að ljósa- og hljóðdeild séu einu deildirnar þar sem Borgarleikhúsið hafi verið með fastráðna listræna stjórnendur. 

mbl.is