Vakti fólk með miklum hávaða

Lögreglan í höfuðborginni hafði snemma í morgun afskipti af manni í miðbænum eftir að íbúar kvörtuðu undir miklum tónlistarhávaða utandyra sem vakti fólk upp.

Þegar lögreglan kom á staðinn fundi þeir mjög ölvaðan mann sem var á röltinu með stóran þráðlausan hátalara og með tónlistina í botni.

Sá lækkaði í tónlistinni eftir samtal lögreglu og gekk sína leið, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Einnig var tilkynnt um líkamsárás fyrir utan verslun í höfuðborginni. Þegar lögregla kom á vettvangi var gerandi farinn og er málið til rannsóknar.

mbl.is