Orð Davíðs stangist á við siðareglur

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, telur að orð séra Davíðs Þórs Jónssonar um Vinstri græn stangist á við siðareglur presta. Hún segir að vænta megi yfirlýsingar af hálfu Þjóðkirkjunnar í fyrramálið í síðasta lagi.

„Já, ég tel svo vera, að þau stangist á við siðareglur,“ segir hún aðspurð.

„Sérstakur staður í helvíti“

Orðin er um ræðir eru lokaorð pistils sem séra Davíð birti á facebooksíðu sinni fyrr í dag þar sem hann fór ófögrum orðum um ákvarðanir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í flóttamannamálum.

„Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur,“ sagði séra Davíð.

Færslan hefur vakið mikla athygli og hefur til að mynda verið deilt 108 sinnum.

mbl.is