Vildi að Davíð léti staðar numið

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur veitt séra Davíð Þór Jónssyni formlegt tiltal vegna ummæla sem hann lét falla um ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Það virðist þó ekki hafa dregið úr eldmóði Davíðs en í nýrri Facebook-færslu kallar hann Katrínu farísea eftir að hún sagði að orð Davíðs dæmdu sig algjörlega sjálf. „Ég hefði kosið að hann hefði látið staðar numið,“ segir Agnes um færsluna í samtali við Morgunblaðið í dag, fimmtudag.

Davíð birti pistil á Facebook-síðu sinni á þriðjudag þar sem hann lýsti óánægju sinni með þau áform ríkisstjórnarinnar að vísa um 300 flóttamönnum úr landi. Sagði Davíð að þingmenn og ráðherrar Vinstri grænna væru „sek eins og syndin“ og að það sé „sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur“. Til stendur að vísa flóttamönnum úr landi sem ekki var hægt að gera meðan ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins voru í gildi. Mörg hver hafa því dvalið hér á landi um árabil og aðlagast samfélaginu.

Telur biskup að orð Davíðs stangist á við siðareglur presta. Í yfirlýsingu frá biskupi kemur fram að prestum beri að haga málflutningi sínum málefnalega og meiða ekki með orðum. Biskup hefur þó gagnrýnt áform íslenskra yfirvalda um fyrirhugaðar brottvísanir.

Þá hefur séra Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju, gagnrýnt ákvörðun biskups að veita Davíð formlegt tiltal. Efast hann um að sterkt myndmál Davíðs feli í sér brot á siðareglum. Stendur biskup þó við orð sín og metur það svo að um brot á siðareglum hafi verið að ræða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »