Fá starfsleyfi fyrr til að mæta manneklu

Breytingin mun flýta því fyrir um tæpan mánuð að hlutaðeigandi …
Breytingin mun flýta því fyrir um tæpan mánuð að hlutaðeigandi geti ráðið sig til starfa með fullgild réttindi á heilbrigðisstofnunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Háskóli Íslands hefur fallist á ósk heilbrigðisráðuneytisins um að flýta útgáfu brautskráningarskírteina þeirra nemenda í læknis- hjúkrunar- og lyfjafræði sem útskrifast í vor.

„Þetta er gert svo unnt sé að afgreiða starfsleyfi þessara stétta sem fyrst,“ segir í tilkynningu Stjórnarráðsins.

Breytingin mun flýta því fyrir um tæpan mánuð að hlutaðeigandi geti ráðið sig til starfa með fullgild réttindi á heilbrigðisstofnunum.

„Með þessari ráðstöfun er brugðist við ákalli Landspítala og lyfjaverslana, sem þurfa að þjálfa nýútskrifaða heilbrigðisstarfsmenn til nýrra starfa áður en aðrir starfsmenn fari í sumarleyfi.“

Útgáfa starfsleyfis frá embætti landlæknis tekur að jafnaði eina til tvær vikur frá því að umsókn með prófskírteini hefur borist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert