Framkvæmdir á áætlun

Framkvæmdir við skrifstofuhús Alþingis í Tjarnargötu 9 ganga vel miðað …
Framkvæmdir við skrifstofuhús Alþingis í Tjarnargötu 9 ganga vel miðað við aðstæður. mbl.is/sisi

Framkvæmdir við skrifstofuhús Alþingis í Tjarnargötu 9 ganga vel miðað við aðstæður, segir Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis. Húsið setur nú þegar mikinn svip á Tjarnargötu og Vonarstræti.

Unnið er við uppsteypu hússins um þessar mundir en samhliða þeirri vinnu er einnig unnið að frágangsvinnu innan- og utanhúss með það að markmiði að halda tímaáætlun. Verklok samkvæmt samningi eru í lok apríl 2023.

Upphafleg tímaáætlun aðalverktaka (ÞG verktaka) hefur riðlast nokkuð, bæði af tæknilegum ástæðum í verkinu sjálfu sem og vegna utanaðkomandi þátta, segir Ragna. Eftirlitsaðili og verktaki hafa þó unnið að breytingum í skipulagi verksins og er staðan í dag sú að þrátt fyrir tæknilega erfiðleika, áhrif heimsfaraldurs Covid 19, áhrif frá innrásinni í Úkraínu og truflanir í aðfangakeðjum heimsins er stefnt að því að upphafleg tímasetning um verklok standi.

Stefnt er að því að uppsteypu hússins, sem nú stendur yfir, ljúki í júlí. Ísetningu glugga er að mestu lokið á 1. og 2. hæð og unnið er við ísetningu glugga á 3. hæð. Húsið verður fimm hæðir. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »