Þyrlan sótti slasaðan mann í Eyjum – féll 30 metra

mbl.is/Óskar P. Friðriksson

Útkall barst björgunarsveitinni í Vestmannaeyjum fyrir skömmu þar sem slasaður maður hafði fallið og liggur á Skriðu við Stafsnes.

Lögreglan í Vestmannaeyjum segir í samtali við mbl.is að fallið hafi verið um þrjátíu metrar á graslendi. 

Frá björgunaraðgerðum í dag.
Frá björgunaraðgerðum í dag. mbl.is/Óskar P. Friðriksson

Bátur fór af stað frá björgunarsveitinni og menn að á svæðið, en aðstæður og aðkoma reyndust erfiðar. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og er mætt á svæðið. Sigmaður seig á eftir manninum og er hann um borð í þyrlunni og verið er að gera að sárum hans. 

Maður var slasaður á útlimum og með blæðingu á höfði en með meðvitund og líðan hans stöðug.

mbl.is