Mynd komin á snjóflóðagarða

Unnið er við Mýragarð sem er leiðigarður ofan við tvær …
Unnið er við Mýragarð sem er leiðigarður ofan við tvær íbúðagötur. Þvergarðurinn er til vinstri. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Mynd er komin á snjóflóðavarnagarðana sem verið er að gera í hlíðum Brellna, ofan við íbúðabyggð á Patreksfirði. Enn er þó töluvert verk óunnið og lýkur því ekki fyrr en á næsta ári.

Nú eru starfsmenn Suðurverks, sem er verktaki við varnarmannvirkin, að vinna á Mýragarði vestanverðum. Garðurinn verður leiðigarður sem mun mynda öfugt V í hlíðinni þegar hann verður tilbúinn. Austari hluti garðsins mun liggja frá þeim stað þar sem vélarnar eru að vinna efst í fjallinu og á ská niður hlíðina. Þessi garður á að verja íbúðarhús við göturnar Mýrar og Hóla.

Lengst til vinstri á myndinni sést þvergarður sem byggður hefur verið fyrir ofan Urðargötu og Aðalstræti ásamt samtengdum leiðigarði. Hann nær í raun að garði sem áður var búið að gera til að verja skólahús og heilbrigðisstofnun. Geir Geirsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar, segir að þvergarðurinn eigi að vera nógu hár og burðugur til að taka við því sem kemur úr fjallinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert