Anton Máni Svansson nýr formaður SÍK

Anton Máni Svansson, nýr formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðanda.
Anton Máni Svansson, nýr formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðanda. Ljósmynd/Aðsend

Anton Máni Svansson, framkvæmdarstjóri Join Motion Pictures, var í gær kosinn nýr formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðanda (SÍK) á aðalfundi félagsins.

Ljóst er að Anton er starfinu vel vaxinn en hann á að baki farsælan feril í kvikmyndagerð. Anton er til að mynda meðeigandi í kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Join Motion Pictures og hefur starfað sem framleiðandi og framkvæmdastjóri þess undanfarin 15 ár, að því er fram kemur í tilkynningu.

Hefur hann framleitt margar myndir sem fólk ætti að kannast við og má þar nefna myndirnar Hjartasteinn, Hvítur, hvítur dagur, Berdreymi og Volaða land. Þessar kvikmyndir hafa verið frumsýndar á sumum af stærstu hátíðum heims, þar á meðal í Cannes, Berlín, Feneyjum, Locarno og Toronto og hafa hlotið yfir 170 alþjóðleg verðlaun ásamt 16 Eddu-verðlaunum.

Þá hlaut Máni sjálfur Lorens verðlaunin fyrir kvikmyndaframleiðanda ársins á Gautaborgarhátíðinni í Svíþjóð árið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert