Félag pípulagningameistara gengur til liðs við Samtök iðnaðarins

Árni Sigurjónsson, formaður SI, og Böðvar Ingi Guðbjartsson, formaður FP, …
Árni Sigurjónsson, formaður SI, og Böðvar Ingi Guðbjartsson, formaður FP, skrifa undir samkomulagið í Húsi atvinnulífsins. Ljósmynd/Aðsend

Félag pípulagningameistara, FP, hefur gengið til liðs við Samtök iðnaðarins, SI, en samkomulag þess efnis var undirritað í Húsi atvinnulífsins í gær.

Með samkomlaginu verða allir félagsmenn Félags pípulagningameistara sem stunda atvinnurekstur félagsmenn í Samtökum iðnaðarins og þar með í Samtökum atvinnulífsins. Þannig bætast 140 nýir félagsmenn Félags pípulagningameistara í hóp þeirra 1.400 fyrirtækja sem eru nú þegar í Samtökum iðnaðarins. Inngöngu í Félag pípulagningameistara hafa þeir einir sem hafa meistararéttindi og löggildingu í pípulögnum, að því er segir í tilkynningu. 

Þá segir, að með inngöngu Félags pípulagningameistara verði í fyrsta sinn öll meistarafélög iðngreina í bygginga- og mannvirkjaiðnaði hér á landi innan vébanda Samtaka iðnaðarins. En fyrir eru meistarafélög í blikksmíði, dúklögn- og veggfóðrun, innréttinga- og húsgagnasmíði, skrúðgarðyrkju, húsasmíði, málaraiðn, múraraiðn og rafverktöku.

Frá vinstri: Magnús Björn Bragason, stjórnarmaður FP, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri …
Frá vinstri: Magnús Björn Bragason, stjórnarmaður FP, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Árni Sigurjónsson, formaður SI, Sigurður Reynir Helgason varamaður FP, Böðvar Ingi Guðbjartsson, formaður FP, Kári Samúelsson, gjaldkeri FP, Almar Gunnarsson, varaformaður FP, og Ársæll Páll Óskarsson, ritari FP.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert