Alvarlegt umferðarslys vestan Kúðafljóts

Alvarlegt bílslys var á þjóðvegi eitt á Suðurlandi í dag.
Alvarlegt bílslys var á þjóðvegi eitt á Suðurlandi í dag. mbl.is/Hjörtur

Tvær bifreiðar rákust saman á þjóðvegi 1 vestan Kúðafljóts rétt fyrir klukkan fjögur í dag, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir til vegna slyssins. Kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að mæta sjúkrabíl á leiðinni sem lagði af beint af vettvangi. 

Hjáleið er um Hrífunes vegna þess að þjóðvegurinn er lokaður á staðnum. Í tilkynningu lögreglu er sagt ljóst að rannsókn muni taka nokkurn tíma en að henni koma, auk lögreglunnar á Suðurlandi, rannsóknarnefnd samgönguslysa og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is