Atvinnuleysi 3,5% í maí

Hagstofa Íslands.
Hagstofa Íslands. Ljósmynd/Hagstofa Íslands

Hlutfall atvinnulausra var 3,5% í maí samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar.

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Segir á vefsíðunni að árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka hafi verið 80,8% og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi 78,0%. Þá jókst árstíðaleiðrétt atvinnuleysi um 1,0 prósentustig á milli mánaða og hlutfall starfandi jókst um 0,4 prósentustig.

Árstíðaleiðrétt leitni atvinnuleysis hefur þá lækkað um 1,0 prósentustig síðustu sex mánuði á meðan leitni hlutfalls starfandi hefur aukist um 1,1 prósentustig.

mbl.is