Hitastigið í Noregi „eiginlega ekki sanngjarnt“

Saltdalur í Noregi.
Saltdalur í Noregi. Ljósmynd/Frankemann

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur bendir á ósanngjarnt veðurfar Íslands, í færslu á facebook-síðu veðurvefsins Bliku.

„Á stað í N-Noregi á svipaðri breiddargráðu og Grímsey mældist hitinn 31,6°C í dag. Saltdalur kallast hann. Reyndar aðeins inni í landi, en austan hans blasir við 90 ferkílómetra jökull, Blámannsísinn,“ skrifar Einar.

Segir hann þá hitastigið eiginlega ekki sanngjarnt því aldrei nokkru sinni hafi mælst svo hár hiti hér á landi.

Að lokum spyr Einar hvort við á Íslandi mættum ekki fá, þó ekki væri nema lítinn afleggjara, af þessari heitu loftbólu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert